Kylfingur.is

11 ára bið McGowan á enda


25. október 2020. - 19:34

Englendingurinn Ross McGowan sigraði í dag á Opna ítalska mótinu sem fór fram á Evrópumótaröð karla í golfi. McGowan spilaði hringina fjóra í mótinu á 20 höggum undir pari og varð að lokum höggi á undan Laurie Canter og Nicolas Colsaerts sem enduðu jafnir í öðru sæti. Canter hafði leitt mótið frá...


Kylfingur.is

McDonald með högg í forskot | Í leit að sínum fyrsta sigri


25. október 2020. - 10:54

Ally McDonald fer með eins höggs forystu inn í lokahringinn á LPGA Drive on Championship sem fer fram á PGA mótaröðinni í golfi. McDonald er á 13 höggum undir pari eftir þrjá hringi en hún er í leit að sínum fyrsta sigri á LPGA mótaröðinni. „Ég er er klárlega í þægilegri stöðu vitandi það að ...


Kylfingur.is

Thomas: Þetta var góð barátta


25. október 2020. - 10:34

Justin Thomas er efstur á Zozo meistaramótinu sem fer fram á PGA mótaröðinni í golfi. Thomas er á 19 höggum undir pari eftir þrjá hringi en hann lék þriðja hringinn á 5 höggum undir pari. Fyrstu tvo hringi mótsins lék Thomas á 7 höggum undir pari en hann var ekki í sama formi á þriðja keppnisdegi...


Kylfingur.is

Canter ánægður með skorið eftir hæga byrjun


24. október 2020. - 17:54

Englendingarnir Laurie Canter og Ross McGowan eru í forystu eftir þrjá hringi á Opna ítalska mótnu sem fer fram á Evrópumótaröð karla í golfi. Canter og McGowan eru báðir á 19 höggum undir pari eftir þrjá hringi en sá fyrrnefndi hefur leitt eftir alla þrjá hringina. Canter fór frekar hægt af s...


Kylfingur.is

DeChambeau flaug boltanum 365 metra


24. október 2020. - 17:34

Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau birti mynd á samfélagsmiðlum sínum um helgina af tölum sem sýndu að hann flaug golfbolta 400 yarda (365 metra) með dræver á dögunum. DeChambeau, sem sigraði á Opna bandaríska, er talinn líklegastur til sigurs á Masters mótinu sem fer fram í nóvember, meðal ann...


MBL.is

Tiger Woods langt frá efstu mönnum


24. október 2020. - 11:50

Kylfingurinn Tiger Woods átti töluvert betri annan dag á ZOZO Championship mótinu í golfi sem fram fer í Kalifornía en hann er engu að síður langt frá efstu mönnum.


Auglýsing - Vilt þú auglýsa hér sendu email á info@golffrettir.is
Kylfingur.is

PGA: Thomas leiðir á Zozo | Werenski með vallarmet


24. október 2020. - 09:54

Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas er efstur eftir tvo hringi á Zozo meistaramótinu sem fer fram á PGA mótaröðinni í golfi. Thomas er á 14 höggum undir pari eftir hringina tvo en hann hefur leikið þá báða á 65 höggum (-7). Thomas var þrátt fyrir það ekki neitt sérstaklega ánægður eftir annan hringi...


Kylfingur.is

Canter enn í forystu á Ítalíu


23. október 2020. - 21:24

Englendingurinn Laurie Canter er með tveggja högga forystu eftir tvo hringi á Opna ítalska mótinu sem fer fram á Evrópumótaröð karla í golfi. Canter, sem lék fyrsta hringinn á 60 höggum, fylgdi því eftir með því að leika á 68 höggum í dag. Eftir tvo hringi er Canter því á 16 höggum undir pari en ...


MBL.is

Akureyringar og Eyjamenn gestgjafar 2021 og 2022


23. október 2020. - 14:45

Íslandsmótinu í golfi hefur verið úthlutað næstu tvö árin en í sumar fór það fram í Mosfellsbæ.


Kylfingur.is

Íslandsmótið í golfi fer fram í Vestmannaeyjum 2022


23. október 2020. - 13:49

Golfsamband Íslands samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu þess efnis að Íslandsmótið í golfi árið 2022 fari fram í Vestmannaeyjum. Mótanefnd hafði áður farið yfir þær umsóknir sem bárust um að halda Íslandsmótið í golfi árið 2022. Það liggur því fyrir að hvar næstu tvö Íslandsmót í golfi fara f...


Kylfingur.is

Munoz byrjaði best á Zozo meistaramótinu


23. október 2020. - 09:31

Sebastian Munoz er efstur í Zozo meistaramótinu eftir fyrsta keppnisdaginn sem fór fram á fimmtudaginn. Mótið er haldið á Sherwood vellinum sem Jack Nicklaus hannaði og er hluti af PGA mótaröðinni. Munoz lék fyrsta hring mótsins á 8 höggum undir pari en skorkortið hans var ansi skrautlegt. Hann f...


MBL.is

Tiger Woods náði sér ekki á strik


23. október 2020. - 08:35

Tiger Woods náði sér ekki á strik á fyrsta hringnum á ZOZO Championship mótinu í golfi sem fram fer í Kalifornía.


Auglýsing - Vilt þú auglýsa hér sendu email á info@golffrettir.is
Kylfingur.is

Myndband: Jamieson fór holu í höggi á Ítalíu


22. október 2020. - 16:19

Skotinn Scott Jamieson fór holu í höggi á fyrsta hring Opna ítalska mótsins sem hófst í dag á Evrópumótaröð karla í golfi. Jamieson fór holu í höggi á annarri holu dagsins og má sjá myndband af högginu hér fyrir neðan. Eftir sex holur á fyrsta hringnum var Jamieson kominn með tvo erni og var h...


Kylfingur.is

Scott með Covid og spilar ekki á Zozo meistaramótinu


22. október 2020. - 16:16

Adam Scott hefur dregið sig úr leik á Zozo meistaramótinu sem fer fram dagana 22.-25. október á PGA mótaröðinni eftir að hafa greinst með Covid-19. Scott er 15. kylfingurinn á PGA mótaröðinni til að greinast með kórónuveiruna og þriðji kylfingurinn af 20 efstu í heiminum á jafn mörgum vikum. Á...


MBL.is

Fyrsta mótið hjá Tiger í rúman mánuð


22. október 2020. - 14:38

Tiger Woods er á meðal keppenda á ZOZO Championship mótinu á PGA-mótaröðinni en mótið hefst í Kaliforníu í dag.


Kylfingur.is

Myndband: Canter lék á 60 höggum


22. október 2020. - 13:34

Englendingurinn Laurie Canter lék í dag fyrsta hringinn á Opna ítalska mótinu á 60 höggum eða 12 höggum undir pari. Canter er að sjálfsögðu efstur í mótinu, fjórum höggum á undan næsta manni þegar um helmingur keppenda hefur lokið leik á fyrsta keppnisdeginum. Canter er 20. kylfingurinnn í sögu E...


MBL.is

Adam Scott með veiruna


22. október 2020. - 10:03

Ástralski kylfingurinn Adam Scott greindist í vikunni með kórónuveiruna og dró sig úr keppni á Zozo mótinu á PGA-mótaröðinni sem hefst í Kalifornía í dag.


Kylfingur.is

Trúir því að það styttist í næsta sigur


21. október 2020. - 18:59

Síðasti sigur Þjóðverjans Martin Kaymer kom árið 2014 þegar hann fagnaði mögnuðum átta högga sigri á Opna bandaríska mótinu. Frá þeim sigri hefur Kaymer átt frekar erfitt uppdráttar á hans mælikvarða en frá því að golfið fór aftur af stað í ár eftir Covid-19 hlé hefur hann þrisvar endað í topp-10...


Auglýsing - Vilt þú auglýsa hér sendu email á info@golffrettir.is
Kylfingur.is

PGA: 2000 áhorfendur leyfðir á Houston Open


21. október 2020. - 18:39

Bestu kylfingar heims hafa undanfarna mánuði leikið án áhorfenda á stærstu mótaröðum heims eftir hlé sem var gert vegna Covid-19. Ef allt gengur eftir næstu vikur má reikna með að fyrsta mótið á PGA mótaröðinni fari fram með áhorfendum en í tilkynningu frá mótaröðinni kemur fram að allt að 2.000 ...


Kylfingur.is

Hverjir eru taldir líklegastir til sigurs á Masters mótinu?


21. október 2020. - 18:29

Nú eru einungis þrjár vikur í síðasta risamót ársins í karlagolfinu, Masters mótið, sem fer að þessu sinni fram dagana 12.-15. nóvember. Vegna Covid-19 var mótið fært til nóvember í ár en venjulega fer mótið fram í apríl og markar upphaf golfsumarsins hjá mörgum kylfingum. Hver er talinn líkle...


Kylfingur.is

Betur undirbúinn en fyrir Opna bandaríska


21. október 2020. - 11:49

Tiger Woods er mættur aftur á PGA mótaröðina en hann er á meðal keppenda á ZOZO meistaramótinu þar sem hann hefur titil að verja. Woods sigraði á mótinu í fyrra og jafnaði þar með metið hans Sam Snead en þeir eiga það sameiginlegt að hafa unnið 82 mót á PGA mótaröðinni. Það sem af er tímabili ...


Kylfingur.is

Reiknar með að hægt verði að spila 10-15 daga í viðbót


20. október 2020. - 19:39

Eins og kylfingar á Íslandi hafa eflaust tekið eftir voru golfvellir á höfuðborgarsvæðinu opnaðir aftur í dag eftir tímabundna lokun síðustu 10 daga. Þrátt fyrir að kominn sé 20. október eru flestir vellirnir enn í flottu ástandi og verða vellirnir opnir eins lengi og veður leyfir. Ólafur Þór ...


Vísir.is - Golf

Flykkjast í golf og vellirnir enn grænir


20. október 2020. - 10:18

Golfvellir á höfuðborgarsvæðinu opnuðu að nýju í dag eftir tíu daga lokun vegna tilmæla sóttvarnayfirvalda.


Kylfingur.is

Hero World Challenge mótinu aflýst


20. október 2020. - 09:35

Hið árlega Hero World Challenge mót sem Tiger Woods heldur á Bahama eyjum fer ekki fram í ár vegna Covid-19. Mótið, sem átti að byrja þann 3. desember, er boðsmót fyrir 18 af þekktustu kylfingum heims. „Ákvörðunin var tekin með heilsu og vellíðan allra í tengslum við mótið í huga sem og samfél...


Auglýsing - Vilt þú auglýsa hér sendu email á info@golffrettir.is
Kylfingur.is

Day spilaði einungis eina holu á lokadeginum


19. október 2020. - 20:59

Ástralinn Jason Day þurfti að hætta keppni á lokadegi CJ Cup mótsins vegna meiðsla. Day, sem var í toppbaráttunni fyrir lokadaginn, spilaði einungis eina holu og var hálfnaður með aðra holuna þegar hann gafst upp. Samkvæmt heimildum Golf Channel voru það hálsmeiðsli að þessu sinni en hinn 32 ára ...


Kylfingur.is

Heimslisti karla: Johnson vermt efsta sætið í 100 vikur


19. október 2020. - 16:04

Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson er sem fyrr í efsta sæti heimslista karla í golfi. Listinn var uppfærður í dag eftir mót helgarinnar á mótaröðum þeirra bestu í heimi. Johnson, sem gat þó ekki spilað um helgina vegna Covid-19, hefur nú verið í efsta sætinu í 100 vikur og er einungis fjórði kylfi...


Kylfingur.is

Golfvellir opna aftur á höfuðborgarsvæðinu


19. október 2020. - 12:24

Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra sem birt var 18. október verður að nýju hægt að stunda golf á höfuðborgarsvæðinu frá og með 20. október. Um er að ræða golfvelli í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Álftanesi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Mosfellsdal og Kjalarnesi. Golfvellir á landsb...


MBL.is

Náði fyrsta sigrinum 35 ára gamall


19. október 2020. - 10:37

Bandaríski kylfingurinn Jason Kokrak hafði keppt á 222 mótum á PGA-mótaröðinni í golfi þegar hann mætti á teig í Las Vegas á fimmtudaginn. Í gær stóð hann uppi sem sigurvegari í móti á PGA í fyrsta skipti.


Kylfingur.is

PGA: Fyrsti sigur Kokrak kom í 233. mótinu


19. október 2020. - 10:29

Bandaríkjamaðurinn Jason Kokrak sigraði í gær á CJ Cup mótinu sem er hluti af PGA mótaröðinni í golfi. Kokrak lék glæsilegt golf alla fjóra dagana og endaði samtals á 20 höggum undir pari, tveimur höggum á undan Xander Schauffele. Þetta er fyrsti sigur Kokrak á PGA mótaröðinni í 233 tilraunum. K...


MBL.is

Klúbbarnir geta opnað golfvellina á morgun


19. október 2020. - 08:57

Golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu geta opnað vellina á ný á morgun ef þeim sýnist svo samkvæmt fréttatilkynningu frá GSÍ og viðbragðshópi sambandsins.


Auglýsing - Vilt þú auglýsa hér sendu email á info@golffrettir.is
Vísir.is - Golf

Jason Kokrak sigurvegari CJ Cup


19. október 2020. - 06:03

Jason Kokrak stóð uppi sem sigurvegari á CJ Cup mótinu á PGA-mótaröðinni í golfi.


Vísir.is - Golf

Golfið fær grænt ljós


19. október 2020. - 23:18

GSÍ hefur tilkynnt að golfvellir höfuðborgarsvæðisins muni opna aftur fyrir kylfingum núna á þriðjudag, eða 20. október.


Vísir.is - Golf

Hægt að stunda golf aftur á höfuðborgarsvæðinu frá og með þriðjudeginum


18. október 2020. - 22:08

GSÍ hefur tilkynnt að golfvellir höfuðborgarsvæðisins muni opna aftur fyrir kylfingum núna á þriðjudag, eða 20. október.


Kylfingur.is

Mickelson með tvo sigra í jafn mörgum tilraunum


18. október 2020. - 22:44

Phil Mickelson varð fimmtugur fyrr á þessu ári og er hann því kominn með keppnisrétt á PGA Champions mótaröðinni sem er mótaröð fyrir kylfinga sem eru 50 ára og eldri. Hann tók þátt í sínu fyrsta móti á mótaröðinni í ágúst og gerði sér þá lítið fyrir og vann sitt fyrsta mót. Síðan þá hefur hann l...


Kylfingur.is

Mickelson með tvo sigri í jafn mörgum tilraunum


18. október 2020. - 22:31

Phil Mickelson varð fimmtugur fyrr á þessu ári og er hann því kominn með keppnisrétt á PGA Champions mótaröðinni sem er mótaröð fyrir kylfinga sem eru 50 ára og eldri. Hann tók þátt í sínu fyrsta móti á mótaröðinni í ágúst og gerði sér þá lítið fyrir og vann sitt fyrsta mót. Síðan þá hefur hann l...


Kylfingur.is

Evrópumótaröð karla: Ótrúlegur lokahring tryggði Otaegui sigurinn


18. október 2020. - 17:44

Spánverjinn Adrian Otaegui lék ótrúlegt golf á lokadegi Skoska meistaramótsins sem kláraðist í dag á Evrópumótaröð karla. Hann vann upp fjögurra högga forystu Matt Wallace og gott betur en það því hann endaði mótið fjórum höggum á undan Wallace. Otaegui byrjaði mótið með miklum látum þegar að han...


Auglýsing - Vilt þú auglýsa hér sendu email á info@golffrettir.is
Kylfingur.is

PGA: Henley með þriggja högga forystu


18. október 2020. - 13:41

Russell Henley er í góðum málum fyrir lokahring CJ Cup mótsins á PGA mótaröðinni en hann er þremur höggum á undan næstu mönnum. Það er þá þéttur hópur af kylfingum sem er þremur höggum á eftir og því langt í frá að sigurinn sé í höfn hjá Henley. Henley er búinn að leika stöðugt golf allt mótið og...


Kylfingur.is

PGA: Kang lék eina holu á 11 höggum


17. október 2020. - 22:59

Tímabilið 2020-2021 hefur ekki byrjað vel fyrir Sung Kang. Þrátt fyrir að tímabilið sé tiltölulega ný hafið þá hefur Kang engu að síður nokkrum sinnum komist í fréttirnar fyrir slæma hringi. Á Opna bandaríska meistaramótinu lék hann annan hring mótsins á 86 höggum. Fyrir aðeins tveimur vikum lék ...


Kylfingur.is

Evrópumótaröð karla: Wallace í góðum málum fyrir lokahringinn


17. október 2020. - 19:54

Þriðji dagur Skoska meistaramótsins fór fram í dag en mótið er hluti af Evrópumótaröð karla. Það er Englendingurinn Matt Wallace sem er í forystu eftir daginn og er staða hans vænleg á fyrir lokahringinn þar sem hann er þremur höggum á undan næsta manni. Wallace hóf daginn jafn í efsta sæti en fy...


Kylfingur.is

PGA: Schauffele í forystu eftir nýtt vallarmet


17. október 2020. - 10:34

Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele er í forystu þegar CJ CUp mótið er hálfnað. Hann komst á toppinn með frábærum hring í gær þar sem hann setti nýtt vallarmet og er hann nú þremur höggum á undan næsta manni. Dagurinn byrjaði ekki vel hjá Schauffele en á fyrstu holu dagsins missti hann rétt rúml...


Kylfingur.is

Evrópumótaröð karla: Wallace og Otaegui í forystu á Skoska meistaramótinu


17. október 2020. - 10:24

Spánverjinn Adrian Otaegui og Englendingurinn Matt Wallace eru í forystu eftir tvo hringi á Skoska meistaramótinu sem fram fer á Evrópumótaröð karla. Þeir eru höggi undan næstu mönnum. Otaegui fylgdi eftir ótrúlegum fyrsta hring upp á 62 högg með hring upp á 70 högg í gær. Hann fékk fimm fugla á ...


Kylfingur.is

PGA: Hatton hélt uppteknum hætti og jafnaði vallarmetið á fyrsta hring


16. október 2020. - 18:10

Annar hringur CJ Cup mótsins hófst fyrir skömmu en á fyrsta degi var það Englendingurinn Tyrrell Hatton sem lék best allra. Hatton gerði sér lítið fyrir og jafnaði vallarmetið á Shadow Creek vellinum. Hatton fagnaði einum af stærstu sigrum ferilsins um síðustu helgi þegar að hann bar sigur úr být...


Auglýsing - Vilt þú auglýsa hér sendu email á info@golffrettir.is
Golfkastið

72 þáttur - Bombur, bönn og margt fleira


15. október 2020. - 23:55

Förum yfir allt það helsta síðustu daga en það er allt frá bombum á PGA, bönnum á golfvöllum og hver er þessi MAroi á PGA mótaröðinni. Það var smá vandamál með hljóðið í upphafi þáttar en það lagast þegar líður á þáttinn.


Kylfingur.is

Öllum stærstu mótum Ástralíu aflýst á næsta ári


15. október 2020. - 22:19

Ástralska golfsambandið tilkynnti í dag að þremur stærstu mótum ársins sem haldin eru af ástralska golfsambandi verði aflýst á næsta ári. Um er að ræða Ástralska PGA meistaramótið, Opna ástralska mótið og Opna ástralska kvennamótið. Framkvæmdarstjóri PGA sambands Ástralíu, Gavin Kirkman, framkvæm...


Kylfingur.is

Evrópumótaröð karla: Otaegui með mikla yfirburði á fyrsta hring Skoska meistaramótsins


15. október 2020. - 20:35

Spánverjinn Adrian Otaegui var í miklu stuði á fyrsta hring Skoska meistaramótsins sem hófst í dag á Fairmount St. Andrews golfsvæðinu í Skotlandi. Otaegui fékk hvorki meira né minna en 10 fugla á hringnum í dag. Fjórir af þeim komu á holum eitt til níu og sex af þeim komu á holum 10-18. Hann ta...


Kylfingur.is

Björgvin lætur af störfum hjá Golfklúbbinum Keili


15. október 2020. - 19:19

Björgvin Sigurbergsson sem starfað hefur sem yfirþjálfari hjá Golfklúbbinum Keili síðastliðin þrjú ár og þar á undan íþróttastjóri hefur látið af störfum en þessu var greint frá á heimasíðu Golfklúbbsins Keilis í gær. Í tilkynningunni kemur fram að Björgvin hyggist snúa sér að öðrum störfum. Bjö...


Vísir.is - Golf

Sir Charles Barkley kemur inn fyrir Tiger Woods í „The Match 3“


15. október 2020. - 15:33

Þriðja golfeinvígið er á dagskrá í Bandaríkjunum en það eru forföll að þessu sinni og Tiger Woods mun ekki taka þátt eins og í hinum tveimur.


Kylfingur.is

DeChambeau ætlar ekki að keppa fram að Masters


14. október 2020. - 20:24

Mikið hefur verið rætt um Bryson DeChambeau undanfarna mánuði eftir að hann mætti til leiks eftir Covidhlé nokkrum kílóunum þyngri og högglengri en fyrir hlé. Það breyttist ekki um helgina þegar að hann lék á 59 höggum í Pro-Am mótinu á miðvikudaginn fyrir Shriners Hospitals for Children Open mót...


Auglýsing - Vilt þú auglýsa hér sendu email á info@golffrettir.is
Kylfingur.is

Koepka mætir til leiks að nýju


14. október 2020. - 20:04

Fyrrum efsti maður heimslistans, Brooks Koepka, snýr til baka á PGA mótaröðina á morgun eftir átta vikna pásu vegna meiðsla sem hafa hann hefur glímt við síðastliðið ár. Koepka var aðeins skugginn af sjálfum sér á síðasta tímabili og fór úr því að vera í efsta sæti heimslistans í byrjun árs í það...


MBL.is

Dustin Johnson með veiruna


14. október 2020. - 18:25

Efsti kylfingur heimlistans í golfi, Dustin Johnson, hefur greinst með kórónuveiruna og er kominn í einangrun.


Vísir.is - Golf

Efsti maður heimslistans með kórónuveiruna


14. október 2020. - 12:33

Dustin Johnson getur ekki tekið þátt á CJ Cup eftir að hann greindist með kórónuveiruna.


Kylfingur.is

Dustin Johnson úr leik vegna Covid


13. október 2020. - 20:54

Efsti maður heimslistans, Dustin Johnson, átti að snúa til baka á völlinn á fimmtudaginn á CJ Cup mótinu eftir nokkra vikna hlé eftir Opna bandaríska meistaramótið sem fram fór um miðjan september. Það verður þó einhver bið á því þar sem Johnson greindist með Covid-19 fyrr í dag. Eftir að hafa fu...


Kylfingur.is

Hettupeysa Hatton skapar miklar umræður


13. október 2020. - 18:24

Tyrrell Hatton fagnaði sigri á BMW PGA Championship mótinu á sunnudaginn á Evrópumótaröðinni en þetta er stærsta mót ársins sem eingöngu er haldið af Evrópumótaröðinni. Hann gerði þetta og klæddist hann hettupeysu mest allt mótið. Þrátt fyrir að þetta sé ekki fyrsta skiptið sem kylfingur klæðist ...


Kylfingur.is

Hver er meðalhögglengd hins almenna kylfings?


13. október 2020. - 18:09

Bryson DeChambeau og Rory McIlroy eiga ekki í miklum vandræðum með að slá boltann yfir 320 metra og eru sífellt fleiri atvinnukylfingar sem geta gert það. Það er aftur á móti aðra sögu að segja af hinum almenna kylfingi samkvæmt skýrslu sem bandaríska golfsambandið birti nýverið. Tölfræðingurinn ...


Auglýsing - Vilt þú auglýsa hér sendu email á info@golffrettir.is
Kylfingur.is

140 krónu veðmál endaði í tæplega 100 milljón króna vinning


12. október 2020. - 21:24

Reglulega koma sögur af fólki sem veðjar á einhver ótrúleg úrslit og á einhvern óskiljanlegan hátt rætast úrslitin. Nú um helgina varð eitt slíkt að veruleika á BMW PGA Championship mótinu en þá tókst einum ónefndum manni að breyta tæplega 140 krónum í tæplega 100 milljónir króna. Í stað þess að ...


Kylfingur.is

Heimslisti karla: Hatton ýtir Koepka út af topp 10


12. október 2020. - 21:09

Tyrrell Hatton kann greinilega vel við sig á stóru mótunum á Evrópumótaröð karla. Nú um helgina vann hann BMW PGA Championship mótið sem er stærsta mót ársins á Evrópumótaröðinni. Þetta var fimmta mótið sem hann vinnur á mótaröðinni og hafa nú þrjú þeirra verið hluti af Rolex mótunum. Sigurinn nú um...


MBL.is

Hatton á meðal tíu efstu


12. október 2020. - 17:44

Englendingurinn Tyrrell Hatton hefur með frammistöðu sinni síðustu árin skipað sér í hóp bestu kylfinga heims.


Kylfingur.is

PGA: Fyrsti sigur Laird í sjö ár


12. október 2020. - 17:14

Það var mikil spenna á lokadegi Shriners Hospitals for Children Open mótinu sem lauk í gær á PGA mótaröðinni. Þrír kylfingar enduðu jafnir í efsta sætinu og eftir tvær holur í bráðabana var það Skotinn Martin Laird sem stóð uppi sem sigurvegari. Fyrir daginn var Laird í forystu á 20 höggum undir ...


Vísir.is - Golf

Forseti GSÍ skilur reiði kylfinga


12. október 2020. - 12:33

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, segir að það hafi verið erfitt að hunsa tilmæli sóttvarnayfirvalda um að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu.


Kylfingur.is

Evrópumótaröð karla: Öruggur sigur hjá Hatton á Wentworth


11. október 2020. - 22:51

Englendingurinn Tyrrell Hatton sigraði í dag á BMW PGA meistaramótinu sem fór fram um helgina á Evrópumótaröð karla í golfi. Leikið var á Wentworth vellinum í Englandi og lék Hatton hringina fjóra í mótinu á 19 höggum undir pari og varð að lokum fjórum höggum á undan Victor Perez sem varð annar. ...


Auglýsing - Vilt þú auglýsa hér sendu email á info@golffrettir.is
Vísir.is - Golf

Kim langbest á lokahringnum


11. október 2020. - 21:48

KPMG Womens PGA Championship, þriðja risamót ársins í kvennaflokki lauk í dag en það fór fram á Aronimink Golf Club í Pennsylvaníu um helgina.


Kylfingur.is

Yfirlýsing frá GSÍ vegna lokunar golfvalla á höfuðborgarsvæðinu


11. október 2020. - 22:36

Ákvörðun um lokun golfvalla á höfuðborgarsvæðinu til 19. október var ekki tekin tekin af Golfsambandi Íslands heldur er hún tilkomin vegna tilmæla sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra (hér eftir nefnd sóttvarnayfirvöld) og ákvörðunarferlið er útskýrt hér að neðan. Viðbragð...


Kylfingur.is

Fyrsti risatitill Kim kom á KPMG PGA meistaramótinu


11. október 2020. - 22:34

Sei Young Kim sigraði í dag í fyrsta sinn á sínum ferli á risamóti þegar hún fagnaði sigri á KPMG PGA meistaramótinu. Kim lék magnað golf á lokahring mótsins og kom inn á 63 höggum sem var jafnframt besta skor allra kylfinga í mótinu. Samtals lék hún hringina fjóra á 14 höggum undir pari og varð ...


Kylfingur.is

Fær sitt fyrsta tækifæri á Evrópumótaröðinni 41 árs gamall


11. október 2020. - 14:35

Ross Cameron er atvinnukylfingur sem fáir þekkja enda hefur hann verið að leika á minni mótaröðum um Evrópu frá því hann gerðist atvinnukylfingur. Hinn 41 árs gamli Cameron er hins vegar að fara spila á Opna skoska mótinu á Evrópumótaröð karla dagana 15.-18. október en það verður fyrsta mótið hans á...


Vísir.is - Golf

Lokun golf­valla til­komin vegna til­mæla sótt­varna­læknis og alamma­varna­deildar ríkis­lög­reglu­stjóra


11. október 2020. - 13:03

Golfsamband Íslands gaf frá sér tilkynningu í dag er varðar lokun golfvalla á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir meðal annars að sambandið hafi ekki ákveðið að loka völlum borgarinnar.


Golf1.is

Yfirlýsing vegna lokunar golfvalla á höfuðborgarsvæðinu 11. október 2020


11. október 2020. - 12:47

Ákvörðun um lokun golfvalla á höfuðborgarsvæðinu til 19. október var ekki tekin tekin af Golfsambandi Íslands heldur er hún tilkomin vegna tilmæla sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra (hér eftir nefnd sóttvarnayfirvöld) og ákvör


Auglýsing - Vilt þú auglýsa hér sendu email á info@golffrettir.is
Kylfingur.is

LPGA: Kim með forystu fyrir lokahringinn á KPMG meistaramótinu


11. október 2020. - 10:09

Sei Young Kim er með tveggja högga forystu fyrir lokahringinn á KPMG PGA meistaramótinu sem fer fram á LPGA mótaröðinni. Mótið er þriðja risamót ársins og fer fram á Aronimink golfvellinum í Pennsylvaníu fylki Bandaríkjanna. Kim, sem hefur sigrað á 10 mótum á LPGA mótaröðinni, er enn í leit að sí...


Kylfingur.is

Myndband: Wolff fékk þrjá erni á 5 holum


11. október 2020. - 09:59

Skotinn Martin Laird og Bandaríkjamaðurinn Patrick Cantlay eru í forystu eftir þrjá hringi á Shriners Hospitals for Children Open sem fer fram á PGA mótaröðinni í golfi. Laird og Cantlay eru báðir á 20 höggum undir pari eftir hringina þrjá en þeir eiga það einnig sameiginlegt að hafa spilað tvo h...


Vísir.is - Golf

Kim leiðir fyrir lokahringinn


10. október 2020. - 21:18

KPMG Womens PGA Championship, þriðja risamót ársins í kvennaflokki fer fram í Pennsylvaníu um helgina.


Kylfingur.is

Nelly Korda úr leik vegna meiðsla


10. október 2020. - 12:04

Næst efsti kylfingur heimslista kvenna í golfi, Nelly Korda, er hætt keppni á KPMG PGA meistaramótinu sem fer fram um þessar mundir á LPGA mótaröðinni. Mótið er þriðja risamót ársins í kvennagolfinu. Korda hafði leikið fyrsta hring mótsins á 71 höggi og var á meðal efstu kylfinga en fann til í ba...


Kylfingur.is

PGA: Fimm jafnir í forystu þegar Shriners Open er hálfnað


10. október 2020. - 10:29

Skotinn Martin Laird og Bandaríkjamennirnir Patrick Cantlay, Brian Harman, Austin Cook og Peter Malnati deila forystunni eftir tvo hringi á Shriners Hospitals for Children Open. Kylfingarnir fimm eru allir á 14 höggum undir pari eftir tvo hringi en Malnati lék best á öðrum hringnum þegar hann kom...


Kylfingur.is

Kim leiðir eftir tvo hringi á KPMG PGA meistaramótinu


10. október 2020. - 10:09

Suður-kóreski kylfingurinn Sei Young Kim er með eins höggs forystu þegar þriðja risamót ársins í kvennagolfinu er hálfnað, KPMG PGA meistaramótið. Kim er á fjórum höggum undir pari eftir tvo hringi en hún lék á 65 höggum á öðrum keppnisdeginum. Skor Kim er það lægsta í mótinu til þessa og kom það...


Auglýsing - Vilt þú auglýsa hér sendu email á info@golffrettir.is
MBL.is

Hversvegna skrifarðu ekki bakvörð um þetta?


10. október 2020. - 08:11

Ég lenti í matarboði fyrir ekki svo löngu. Félagsskapurinn var þannig saman settur að ég bjóst við því að fá frí frá vinnunni og íþróttunum vegna þess að þær eru ekki á áhugasviði þeirra sem þar voru.


Kylfingur.is

Myndband: Engin fagnaðarlæti þegar Howell fór holu í höggi


9. október 2020. - 20:44

Englendingurinn David Howell fór holu í höggi á 14. holunni á Wentworth vellinum í dag á BMW PGA meistaramótinu sem fer fram á Evrópumótaröð karla. Viðbrögð Howell voru nokkuð skondin en hann vissi í raun ekki hvort boltinn hefði ratað í holu fyrr en hann var kominn á flötina þegar hann var með p...


Kylfingur.is

Myndband: Fitzpatrick og Lowry leiða á Wentworth


9. október 2020. - 20:35

Fimmfaldi sigurvegarinn á Evrópumótaröðinni, Matt Fitzpatrick, og risameistarinn Shane Lowry léku báðir á 65 höggum í dag og deila forystunni eftir tvo hringi á BMW PGA meistaramótinu sem er hluti af Evrópumótaröð karla. Lowry hefur gert það að venju sinni að leika vel á Wentworth vellinum þar se...


Kylfingur.is

15 högga sveifla hjá Harding


9. október 2020. - 16:40

Suður-Afríkubúinn Justin Harding er úr leik eftir tvo hringi á BMW meistaramótinu sem fer fram á Evrópumótaröð karla í golfi um þessar mundir. Það eitt og sér hefði vanalega ekki ratað í fréttirnar en í ljósi þess að Harding var í forystu í mótinu eftir fyrsta keppnisdaginn vekur það athygli. Har...


Vísir.is - Golf

Tólf undir pari eftir fyrsta hringinn


9. október 2020. - 12:03

Brittany Lincicome frá Bandaríkjunum og Kelly Tan frá Malasíu eru efstar og jafnar eftir fyrsta hringinn á KPMG Womens PGA Championship.


Vísir.is - Golf

Golfvöllum lokað og kylfingar minntir á að leita ekki annað


9. október 2020. - 11:38

Golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu loka í dag og verða að óbreyttu lokaðir til og með 19. október, samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis.


Auglýsing - Vilt þú auglýsa hér sendu email á info@golffrettir.is
Vísir.is - Golf

Fundað um hvort leika ætti golf


9. október 2020. - 08:58

Framkvæmdastjórn Golfsambands Íslands fundar nú fyrir hádegi með Víði Reynisson yfirlögregluþjóni og Guðrúnu Aspelund, yfirlækni á sóttvarnasviði, um stöðu golfíþróttarinnar á höfuðborgarsvæðinu.


Kylfingur.is

Tilmæli um að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu vegna C-19


8. október 2020. - 23:55

Íþróttasamband Íslands, ÍSÍ hefur farið fram á að golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu verði lokað fram til 19. október. Um er að ræða golfvelli í Reykjavík, Kópavogi, Garðbæ, Hafnarfirði, Álftanesi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Mosfellsdal og á Kjalarnesi. Í bréfi framkvæmdastjóra GSÍ til golfklúbbann...


MBL.is

DeChambeau í ham


8. október 2020. - 23:27

Bryson DeChambeau, sem sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu á dögunum, er í ham og lék fyrsta hringinn á móti á PGA-mótaröðinni í golfi í kvöld á níu undir pari.


Kylfingur.is

Slæm byrjun hjá Green í titilvörninni


8. október 2020. - 22:55

Brittany Lincicome og Kelly Tan eru jafnar í forystu eftir fyrsta hringinn á KPMG PGA meistaramótinu sem fer fram í Bandaríkjunum. Mótið er þriðja risamót ársins í kvennagolfinu og er haldið á Aronimink golfvellinum. Skor keppenda var almennt nokkuð hátt á fyrsta keppnisdeginum en þær Lincicome o...


Kylfingur.is

DeChambeau sjóðheitur á fyrsta hringnum eftir Opna bandaríska


8. október 2020. - 21:29

Bryson DeChambeau er mættur aftur á PGA mótaröðina eftir sigurinn á Opna bandaríska mótinu í síðasta mánuði og fer af stað með látum. DeChambeau er á meðal keppenda á Shriners Hospitals for Children Open sem hófst í dag og spilaði hann á 9 höggum undir pari og er þessa stundina í efsta sæti í mót...


Kylfingur.is

Evrópumótaröð karla: Hatton, Arnaus og Harding byrjuðu best


8. október 2020. - 17:09

Englendingurinn Tyrrell Hatton, Spánverjinn Adri Arnaus og Justin Harding frá Suður-Afríku deila forystunni á BMW PGA meistaramótinu sem hófst í dag á Evrópumótaröð karla. Hatton, Arnaus og Harding léku allir á 6 höggum undir pari á fyrsta keppnisdeginum en leikið er á Wentworth golfvellinum í Su...


Auglýsing - Vilt þú auglýsa hér sendu email á info@golffrettir.is
Kylfingur.is

Evrópumótaröð karla: Hatton og Harding byrjuðu best


8. október 2020. - 16:40

Englendingurinn Tyrrell Hatton og Justin Harding frá Suður-Afríku deila forystunni á BMW PGA meistaramótinu sem hófst í dag á Evrópumótaröð karla. Hatton og Harding léku báðir á 6 höggum undir pari á fyrsta keppnisdeginum en leikið er á Wentworth golfvellinum í Surrey á Englandi. Fjórir kylfin...


Kylfingur.is

Þriðja risamót ársins hefst á fimmtudaginn


7. október 2020. - 23:40

Á morgun, fimmtudag, hefst þriðja risamót ársins í kvennagolfinu þegar KPMG Womens PGA meistaramótið hefst hjá Aronimink golfklúbbnum í Pennsylvania fylki í Bandaríkjunum. Allir bestu kylfingar heims eru mættir til leiks en það er Hannah Green sem hefur titil að verja. Green lék á 9 höggum undir...


MBL.is

John Daly er engum líkur (myndskeið)


7. október 2020. - 16:35

Rokkstjarna golfsins, John Daly, ratar í dag í fréttirnar eina ferðina enn. Nú náðist á upptöku þegar hann fór holu í höggi, berfættur, í góðra vina hópi.


Kylfingur.is

PGA: Garcia upp fyrir Kuchar á peningalistanum


7. október 2020. - 14:05

Sergio Garcia sigraði um helgina á Sanderson Farms meistaramótinu sem fór fram á PGA mótaröðinni. Fyrir sigurinn fékk Spánverjinn 1,18 milljón dollara sem færði hann um leið upp í 9. sæti peningalista PGA mótaraðarinnar frá upphafi. Samtals hefur Garcia þénað 51.726.497 dollara frá því hann by...


Kylfingur.is

PGA: Finau úr leik vegna Covid-19


7. október 2020. - 10:45

Bandaríkjamaðurinn Tony Finau er með Covid-19 en þetta kemur fram í tilkynningu frá PGA mótaröðinni. Finau fór í próf fyrir Shriners Hospital for Children Open sem hefst á morgun, fimmtudag, og verður því ekki með í mótinu. Finau, sem er í 16. sæti á heimslista karla í golfi, hefur ekki spilað...


Vísir.is - Golf

John Daly fór holu í höggi berfættur: „Sem betur fer náði ég þessu á mynd“


7. október 2020. - 09:03

Bandaríski kylfingurinn John Daly fór holu í höggi berfættur og það náðist á myndband sem fór á flug á netmiðlum.


Auglýsing - Vilt þú auglýsa hér sendu email á info@golffrettir.is